Hagnýtar upplýsingar

Opnunartími skólans

Skólinn er opinn frá kl. 8:00 alla virka daga. Kennsla hefst að jafnaði kl. 8.30. Þó byrja einhverjir nemendur kl. 8.10 einu sinni í viku ef þeir eru í íþróttum eða sundi fyrst á morgnana. 

Skrifstofa

Skrifstofan er opin frá kl. 8:00 - 15:00

Nesti

Nemendur mæta með hollt og gott nesti sem þeir snæða í kennslustofunni að morgni. Öllum börnum stendur til boða að frá frían hádegismat. 

Íþróttir og Sund

Íþróttakennsla er í íþróttasal Grandaskóla fyrir nemendur í 1. – 4. bekk, en íþróttakennsla nemenda í 4. – 7. bekk fer fram í KR heimilinu. Íþróttakennsla í 4. bekk er á báðum stöðum. Sundkennsla allra árganga er í Vesturbæjarlaug. 

Símanotkun

Farsímanotkun er bönnuð í Grandaskóla en nemendur geta verið með síma ef hann er geymdur í töskunni á meðan skóla stendur.

Forfallatilkynningar

Tilkynna skal forföll í gegnum mentor fyrir hvern dag sem barn er veikt og kemst ekki í skólann.