Skólafélagsráðgjöf í Grandaskóla

Hlutverk skólafélagsráðgjafa er að vera talsmenn nemenda í skólanum, standa vörð um velferð nemenda og leita lausna í málum þeirra. Skólafélagsráðgjafar er bundnir þagnarskyldu um einkamál nemenda, að undanskyldum ákvæðum í lögum um barnavernd nr. 80/2002.  Öllum nemendum og foreldrum stendur til boða að leita til skólafélagsráðgjafa. 

Skólafélagsráðgjöf er þjónusta fyrir nemendur skólans og er fyllsta trúnaðar gætt. 

Foreldrar geta einnig leitað til skólafélagsráðgjafa hafi þeir óskir eða upplýsingar sem þeir vilja koma á framfæri. 

Teikning af tveimur ráðgjöfum í hægindastólum.

Hafa samband

Skólafélagsráðgjafi er Guðbjörg Edda Hermannsdóttir

Sími: 411 7120