Upplestrarkeppnin í Grandaskóla

Upplestrarkeppnin innanhúss var haldin mánudagsmorguninn 24. mars þar sem 8 nemendur í 7. bekk tóku þátt fyrir hönd skólans. Öll stóðu þau sig glimrandi vel og voru dómarar ekki öfundsverðir við að velja þá sem þóttu skara framúr og í framhaldi taka þátt í lokakeppninni fyrir hönd skólans.
Þeir nemendur sem taka þátt fyrir hönd Grandaskóla í lokakeppninni eru þau:
-
Baldvin Tómas Sólmundarson
-
Emelía Ósk Arnórsdóttir
-
Unnur Bergþóra Haraldsdóttir

Stóra upplestrarkeppnin verður haldin þann 10. apríl næstkomandi í Háteigskirkju kl. 14:30-16:00.