Stóra upplestrarkeppnin, undankeppni

Baldvin Tómas Sólmundarson og Emelía Ósk Arnórsdóttir

Fimmtudaginn 10. apríl fór fram í Háteigskirkju, uppskeruhátíð Stóru upplestrarkeppni grunnskólanna í okkar borgarhluta (Landakotsskóli, Barnaskólinn í Reykjavík, Grandaskóli, Vesturbæjarskóli, Melaskóli, Suðurhlíðarskóli, Hlíðarskóli og Austurbæjarskóli).

Niðurstaðan

Fyrir hönd Grandaskóla tóku þátt þau Baldvin Tómas Sólmundarson og Emelía Ósk Arnórsdóttir. Keppendur lásu þrisvar sinnum hver. Fyrst var lesinn kafli úr skáldsögu Hjalta Halldórssonar, Draumurinn. því næst lásu keppendur ljóð eftir mismunandi höfunda sem öll fjalla um íslenska náttúru og eru úr ljóðabókinni „allt fram streymir“. Að lokum fluttu keppendur ljóð að eigin vali. 

Flutningur var vandaður og augljóst að okkar fólk lagði mikið á sig til að vel tækist til. Vigdís Jóhannsdóttir, kennari við skólann, sá um að leiðbeina og þjálfa okkar nemendur fyrir stóru stundina. 

Niðurstaðan var sú að Baldvin hafnaði í 1. sæti og Emelía í 3. sæti keppninnar. Við óskum þeim innilega til hamingju með frábæran árangur.

Baldvin Tómas Sólmundarson og Emelía Ósk Arnórsdóttir