Skólabúðir á Reykjum

7. bekkur á Reykjum

Skólabúðir á Reykjum

Nemendur í 7. bekk fóru í skólabúðirnar á Reykjum í Hrútafirði í liðinni viku. Ungmennafélag Íslands hefur umsjón með búðunum og árlega koma þangað rúmlega 3000 nemendur af öllu landinu. Nemendur Grandaskóla stóðu sig frábærlega í leik og starfi á Reykjum og komu heim með góðar minningar sem munu lifa með þeim í einhvern tíma. Einnig má geta þess að nokkrir fulltrúar okkar fóru í viðtal í Landanum á RÚV.