Hugsmiðja

Ný verkefni
Nú er Grandaskóli að vinna í nýju verkefni með nemendum 4.-7. bekkjar. Verkefnið heitir Hugsmiðja og byggir m.a. á þáttum gagnrýnnar hugsunar og vísindalæsi. Í þessu verkefni eru 12 kennarar með jafn marga hópa, tvo tíma á viku. Hóparnir rúlla vikulega í ný verkefni svo það er alltaf eitthvað nýtt í gangi. Hér eru myndir af nokkrum hópum í fjölbreyttum verkefnum Hugsmiðju. Alltaf gaman hjá okkur!!


