Grunnskólamót Reykjavíkur

Grunnskólamót Reykjavíkur í knattspyrnu
Mánudaginn 22. september fór fram Grunnskólamót Reykjavíkur í knattspyrnu fyrir nemendur í 7. bekk.
Keppt var í Egilshöll og sendi Grandaskóli pilta- og stúlknalið til keppni. Piltarnir sigruðu tvo leiki og töpuðu tveimur. Stúlkurnar gerðu jafntefli í öllum sínum þremur leikjum.
Mörg skemmtileg tilþrif sáust í leikjunum og höfðu allir gaman af þátttökunni.
Öll úrslit mótsins er hægt að sjá á
https://www.ksi.is/mot/leikir-og-mot/oll-mot/?filter=&flokkur=2160&tegund=&ar=2025&kyn=