Grandaskóli og innleiðing á Réttindaskóla og -frístund UNICEF

Grandaskólinn

Innleiðing

Í Réttindaskóla og -frístund er unnið markvisst að einum af grunnþáttum íslenskrar menntunar, lýðræði og mannréttindum. Áhersla er lögð á barnaréttindafræðslu fyrir jafnt börn og fullorðna, og að börn séu virkir þátttakendur í lýðræðislegu samfélagi. Eitt af skrefum innleiðingar Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna felst í því að vinna aðgerðaráætlun fyrir hvern Réttindaskóla. Fer sú vinna fram í Grandaskóla skólaárið 2025-2026 og verður birt hér að neðan að henni lokinni.