Baráttudagur gegn einelti

Granda Boys

Burt með einelti

Laugardagurinn 8. nóvember er helgaður baráttu gegn einelti í samfélaginu. Í Grandaskóla var viðburður í tilefni dagsins þar sem fjölmargir listamenn stigu á stokk. Hópurinn Vinsamlegt samfélag ákvað að gefa flott lag í tilefni dagsins. Júlí Heiðar og Dísa sömdu lag og texta en lagið heitir Öll í sama liði. Skólahljómsveitin Granda Boys tóku nokkur flott lög áður en Júlí Heiðar og Dísa frumfluttu lagið Öll í sama liði við góðar undirtektir úr sal. Flottur dagur og mikilvægt að vera öll í sama liði og eyða einelti. 

Flott lag með góðum texta um umburðarlyndi, góðvild og náungakærleik. Lagið má finna hér:

https://www.youtube.com/watch?v=lTpYmbCi8RA

1

 

2

 

3